Loftbrú - lægri flugfargjöld fyrir landsbyggðina

Allir íbúar landsbyggðarinnar sem eiga lögheimili í 200-300 kílómetra akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu eiga þess frá og með deginum í dag að fá flugfargjöld á hagstæðari kjörum til borgarinnar. Ríkið niðurgreiðir flugfargjöldin. Verkefnið heitir Loftbrú og er með því ætlar að gera flugsamgöngur aðgengilegri og bæta aðgengi íbúa á landsbyggðinni að höfuðborginni. Afsláttarkjörin koma þeim til góða sem vilja nýta margvíslega þjónustu og afþreyingu á höfuðborgarsvæðinu og til að heimsækja ættingja og vini. Loftbrú er ætluð fólki í einkaerindum til höfuðborgarinnar en ekki fyrir ferðir í atvinnuskyni eða hefðbundnar vinnuferðir.  Verkefnið er hluti af stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og segir samgönguráðherra þetta mikið réttlætismál.

Loftbrú veitir 40% afslátt af heildarfargjaldi fyrir allar áætlunarleiðir innanlands til og frá höfuðborgarsvæðinu. Fullur afsláttur er veittur hvort sem valið er afsláttarfargjald eða fullt fargjald. Hver einstaklingur getur fengið lægri fargjöld fyrir allt að þrjár ferðir til og frá Reykjavík á ári (sex flugleggir). Út árið 2020 gilda afsláttarkjörin fyrir eina ferð til og frá Reykjavík (tveir flugleggir).

Nánar er hægt að lesa um Loftbrú á loftbru.is