Málþing um aukna þátttöku fólks af erlendum uppruna

UMFÍ og ÍSÍ efna til málþings miðvikudaginn 25. maí á hótel Nordica kl. 09:00 – 12:00.

Yfirskrift málþingsins er: Vertu með! Aukin þátttaka barna og ungmenna af erlendum uppruna í íþróttum. 

Eins og yfirskriftin ber með sér er umfjöllunarefnið það hvernig hægt er að ná betur til fólks af erlendum uppruna og fjölga iðkendum af erlendu bergi brotið í skipulögðu íþróttastarfi. Á dagskránni eru áhugaverð og gagnleg erindi. Meðal annars mun forsvarsfólk nokkurra íþróttafélaga segja frá því hvað þau gerðu til að ná árangri í þessum málaflokki.

Allir gestir málþingsins fá tækifæri til að koma sínum skoðunum og hugmyndum á framfæri hvort sem þeir eru á staðnum eða nýta tæknina til að fylgjast með.

Dagskrá er eftirfarandi:

Kl. 09:00            Dagskrá hefst     

Hver er þátttaka barna af erlendum uppruna í dag? Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá R&G.          

Samtal og samvinna – Mikilvægi þess að taka samtalið við börn, unglinga og fullorðna um þeirra viðfangsefni og virkni. Jóhannes Guðlaugsson, verkefnastjóri.

Kl. 10:00            Kaffihlé með léttum veitingum

Allir með í Reykjanesbæ. Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningarmála.

Örfrásagnir af fjórum ólíkum verkefnum. Ragnar Sverrisson, Dagný Finnbjörnsdóttir, Kristín Þórðardóttir og Sarah Smiley.

Fjölmenningarverkfærakista Æskulýðsvettvangsins. Sema Erla Serdar, framkvæmdastýra ÆV.

Samantekt, hvaða verkfærum kallar íþróttahreyfingin eftir?

Kl. 12:00            Dagskrárlok

Viðburðinum verður streymt í gegnum Facebook.

Aðgangur er ókeypis.

Léttar veitingar í boði.

Óskað er eftir skráningu hér.

Mikilvægt er að þátttakendur skrái sig eins fljótt og auðið er.

Sjá viðburðinn á Facebook hér. 

Opna dagskrá á pdf.