Meistaramót Íslands 15-22 ára í frjálsum íþróttum fer fram um helgina

Keppendur UMSS á Gautaborgarleikunum 2017
Keppendur UMSS á Gautaborgarleikunum 2017

Meistaramót Íslands 15-22 ára fer fram um helgina á Selfossvelli. Mótið hefst klukkan 10 báða dagana. 212 keppendur frá 25 félögum víðs vegar um landið eru skráðir til keppni.

Keppendur frá UMSS eru fimm í ár, en það eru þau Andrea Maya Chirikadzi (100m hlaup, langstökk, Kringlukast, kúluvarp, sleggjukast og spjótkast), Ragna Vigdís Vésteinsdóttir (kúluvarp og spjótkast), Rúnar Ingi Stefánsson (kringlukast, kúluvarp og spjótkast), Stefanía Hermannsdóttir (100m hlaup, kringlukast og spjótkast) og Sveinbjörn Óli Svavarsson (100m og 200m hlaup).

Hér má finna keppendalista, tímaseðil og úrslit.