MÍ öldunga

Meistaramót Íslands í öldungaflokki fer fram dagana 14.-15. ágúst á Sauðárkróksvelli.
 
Keppnisgreinar eru samkvæmt reglugerð FRÍ ákveðnar af Öldungaráði FRÍ.
100m, 200m, 400m, 800, 1500m, 3000m, 4x100m (10 ára flokkum), 80-110m grind, 200-400m grind, langstökk, þrístökk, hástökk, stangarstökk, kúluvarp, kringlukast, spjótkast, sleggjukast og lóðkast.
 
Aldursflokkar karla og kvenna: 30-34 ára, 35-39 ára, 40-44 ára, 45-49 ára, 50-54 ára, 55-59 ára, 60-64 ára, 65-69 ára, 70-74 ára, 75-79 ára, 80-84 ára, 85-89 ára, 90-94 ára, 95-99 ára, og 100+ ára.
 

Skráning keppenda á MÍ öldunga mun fara fram í Þór, mótaforriti FRÍ og millifæra þarf fyrir skráningargjöldum

kt.670269-0359, reikn. 0349-26-001280

EKKI verður hægt að skrá sig á staðnum.

Frjálsíþróttaráð UMSS biður keppendur og þjálfara að kynna sér vel þær relgur um sóttvarnir sem eru í gildi.