Nú hefur þú tækifæri til að gerast boðberi hreyfingar í Hreyfiviku

Hreyfivika UMFÍ er framundan dagana 29. maí – 4. júní næstkomandi. Nú gefst þér tækifæri til að gerast boðberi hreyfingar en í síðustu hreyfiviku varð sprengin í nýjum boðberum og viðburðum um land allt. Suðurland FM heyrði í Sabínu Steinunni landsfulltrúa hjá UMFÍ og ræddi við hana um hreyfivikuna sem framundan er, hvernig á að snúa sér í því að gerast boðberi hreyfingar og hvar er best að nálgast upplýsingar um viðburði sem í boði verða. Jafnframt mikilvægi hreyfingar á öllum aldri.

Hér er hægt að hlusta á viðtalið við Sabínu: http://www.sudurlandfm.is/2017/05/23/nu-hefur-thu-taekifaeri-til-ad-gerast-bodberi-hreyfingar-hreyfiviku/

Hvað er Hreyfivika UMFÍ?

Hreyfivika UMFÍ er árleg lýðheilsuherferð og hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka þátt í hreyfingu og íþróttum. UMFÍ vill að allir landsmenn finni sína uppáhalds hreyfingu. #minhreyfing. Börn eiga að hreyfa sig að lágmarki 60 mínútur daglega og fullorðnir í 30 mínútur.

Hvað er að vera boðberi hreyfingar?

Boðberi hreyfingar er fyrirmynd og hrífur fólk með sér í hreyfingu. Hann er jafnframt sá einstaklingur, það íþróttaféla, það sveitarfélag eða fyrirtæki sem skráir sig á hreyfivika.is og stendur fyrir viðburði. Viðburðir geta verið allskonar, vinaæfingar, frítt í sund, útileikir, gönguferðir, lengt hádegishlé með leikjum, fræðsla eða allt sem hefur jákvæð áhrifáhrif á líkamlega, andlega og félagslega heilsu okkar. Allir geta skráð sig sem boðbera hreyfingar.

Þátttakendur

Með yfir milljón þátttakendur árið 2016 varð Hreyfivikan MOVE WEEK stærsta lýðheilsuherferð í Evrópu sem hefur það að markmiði að því að fjölga íbúum álfunnar sem hreyfa sig reglulega.