Tindastóll 4. flokkur kvk, Rey Cup meistarar 2021

Dagana 21.-25. júlí fór fram Rey Cup 2021 mótið í fótbolta. Mótið er haldið fyrir drengi og stúlkur í 3. og 4. flokki.

Frá Skagafirði fór lið frá Tindastól í stúlknaflokki. Stóðu þær sig vel á mótinu.

En lið Tindastóls í 4. flokki C liða, stóð uppi sem sigurvegari á mótinu eftir 1-0 sigur á KR í úrslitaleiknum.