Sérstakir íþrótta- og frístundastyrkir vegna áhrifa af Covid-19

Ungmennasamband Skagafjarðar og 
Sveitarfélagið Skagafjörður
Ungmennasamband Skagafjarðar og
Sveitarfélagið Skagafjörður

Opið er fyrir umsóknir vegna sérstakra íþrótta- og frístundastyrkja fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og frístundastarfi. Styrkirnir koma til viðbótar við Hvatapeninga Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Frestur til að sækja um þennan styrk rennur út 28. febrúar nk. og því mikilvægt að sækja um hann fyrir þann tíma, þ.e. að nýta þennan styrk fyrir vorönnina en nýta Hvatapeninga sveitarfélagsins seinna á árinu.

Hægt er að sækja um styrk fyrir börn sem fædd eru á árunum 2005-2014 og búa á heimili þar sem heildartekjur heimilisins voru að meðaltali lægri en 740.000 kr. á mánuði á tímabilinu mars – júlí 2020. Styrkurinn er 45.000 kr. á hvert barn. Sveitarfélagið annast afgreiðslu styrkumsókna eftir að umsækjandi hefur kannað rétt til styrksins inni á Island.is. 

Styrkina er hægt er að nota til niðurgreiðslu á þátttökugjöldum vegna íþróttaiðkunar, tónlistanáms eða annarra frístunda. Nánar um reglur Sveitarfélagsins Skagafjarðar er að finna hér undir  Reglur um úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir börn á tekjulágum heimilum 2020-2021.

Sótt er um styrk inn á íbúagátt Sveitarfélagsins → umsóknir → Félagsþjónustan, þar má finna umsókn um sérstakan íþrótta- og tómstundarstyrk.