Siðareglur UMSS

Þann 10. mars síðastliðinn voru "Siðareglur UMSS" samþykktar á 98. Ársþingi Ungmennasambands Skagafjarðar.

28. febrúar var lagður fram samstarfssamningur milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Ungmennasambands Skagafjarðar um eflingu starfs Ungmennasambands Skagafjarðar og aðildarfélaga þess með megináherslu á barna og unglingastarf auk þess að stuðla að auknu samstarfi Ungmennasambands Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagafjarðar á sviði íþrótta- og forvarnarmála, á 365. fundi sveitastjórnar 21. mars 2018, samningurinn var samþykktur með níu atkvæðum. Undirrituðu þær Ingibjörg Klara Helgadóttir formaður UMSS og Ásta Pálmadóttir sveitastjóri Sveitarfélags Skagafjarðar samninginn þann, 9. apríl 2018.

Sveitarfélagið Skagafjörður styrkir aðildarfélög UMSS með fjárframlögum og leggur áherslu á heilbrigt og öflugt íþróttastarf í Skagafirði. Fjárveitingar til aðildarfélaga UMSS eru háðar því að félögin vinni eftir þeim siðareglum, viðbragðsáætlunum gegn ofbeldi, kynferðislegu ofbeldi og áreitni sem UMSS setur sér og standi reglulega fyrir fræðslu um þessi mál fyrir sína félagsmenn. Mikilvægt er að félögin sýni fram á að farið sé eftir jafnréttisáætlunum og jafnréttislögum í starfi sínu.

Óskað var eftir skilyrtum auka fjárstyrk frá sveitarfélaginu í vor vegna innleiðingar sambandsins og aðildarfélaga á nýjum siðareglum, jafnréttisstefnu og viðbraðgsáætlun vegna vegna aga- eða ofbeldisbrota, eineltis, kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni.
Byggðarráð samþykkti að veita Ungmennasambandi Skagafjarðar styrk að fjárhæð 800 þúsund krónur til verkefnisins.

Hér má finna Siðareglur UMSS.