Skráningar í Nóra eru hafnar fyrir haust 2017

Opnað hefur verið fyrir skráningar á námskeið hjá knattspyrnu- og körfuboltadeild Tindastóls, fyrir haustið 2017.

Hægt er að skrá sína iðkendur á https://umss.felog.is

Til að hægt sé að nota frístundastyrk/hvatapeninga sveitarfélagsins, þá þarf að nota rafræn skilríki.

Öll börn í Sveitarfélaginu Skagafirði 6 - 18 ára ( fædd 1999-2011) eiga rétt á Hvatapeningum að upphæð 8.000 kr.

Hvatapeningum er ætlað að auka jöfnuð í samfélaginu, fjölbreytileika íþrótta-, lista- og tómstundastarfs og styrkja félagslegt umhverfi og hafa jákvæð áhrif á þroska barna og unglinga.

Hvatapeningana er hægt að nýta til að greiða niður æfinga- / þátttökugjöld í skipulögðu íþrótta-, lista- og æskulýðsstarfi. Réttur til Hvatapeninga fyrir árið 2017 fellur niður í árslok. Ónýttir Hvatapeningar nýtast ekki milli ára.

Ef þið lendið í vandræðum með skráningar, endilega hafið þá samband við UMSS, í netpósti umss@umss.is eða hringið í síma 453 5460.Sauðárkrókur íþróttasvæði

 

Save

Save

Save

Save