Starfskýrsluskil eininga innan ÍSÍ og UMFÍ

Opnað var fyrir starfsskýrsluskil eininga innan ÍSÍ og UMFÍ 12. apríl síðastliðinn og var upprunalegur skilafrestur til 31. maí. Fresturinn hefur nú verið framlengdur til 15. júní nk.

Starfsskýrsluskil þurfa að innihalda upplýsingar um iðkendur  og félagsmenn á síðasta starfsskýrslutímabili, þ.e. fyrir tímabilið 1. janúar til 31. desember 2022.  Innslegnar lykilupplýsingar úr ársreikningum fyrir síðasta starfsár (2022) þurfa einnig að koma fram sem og upplýsingar um núverandi stjórn og starfsfólk.  Síðan þarf að skila skoðuðum ársreikningi og núgildandi lögum í pdf. formi.

ÍSÍ og UMFÍ hvetja alla til að endurskoða félaga- og iðkendaskrár sínar og yfirfara vel svo upplýsingar séu réttar í skilakerfinu. Með því verður einfaldara fyrir alla aðila að halda vel utan um félaga- og iðkendatalið og uppfæra á milli ára.  Það er alltaf á ábyrgð hvers félags að yfirfara upplýsingarnar áður en þær er lesnar inn og staðfesta réttan fjölda við skil.  Afar áríðandi er að ofangreindar upplýsingar skili sér til þess aðila innan hvers félags sem annast á starfsskýrsluskilin.

Nánari upplýsingar varðandi starfsskýrsluskil veitir Elías Atlason, sérfræðingur hjá ÍSÍ. Netfangið hans er elias@isi.is og sími 514 4000.