Styrktarsjóðir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ og verður hægt að sækja í hann til 1. nóvember 2023. Markmið sjóðsins er að styrkja félags- og íþróttastarf ungmennafélagshreyfingarinnar í samræmi við stefnu UMFÍ, m.a. með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun í félagsmálum og félagsstarfi.

Rétt til umsóknar eiga sambandsaðilar UMFÍ, aðildarfélög sem eru virk í starfi og deildir innan þeirra. Einnig eiga stjórn og nefndir UMFÍ rétt á að sækja um styrk úr sjóðunum.

Meira um Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ

Æskulýðssjóður

Opið er fyrir umsóknir í Æskulýðssjóð til 16. október næstkomandi klukkan 15:00. Sjóðurinn er hugsaður fyrir verkefni barna og ungmenna á aldrinum 6 – 25 ára og til þess að auka möguleika æskulýðsfélaga og samtaka á að bjóða upp á fjölbreyttari starfsemi fyrir félaga sína. 

Meira um Æskulýðssjóð