Sumarleikar HSÞ voru haldnir um helgina á Laugum og tóku 29 keppendur frá UMSS þátt í mótinu. Keppt var í hástökki, kúluvarpi, spjótkasti, langstökki , kringlukasti, grindarhlaupi og hlaupum frá 60m og upp í 1500m. Mótið endaði síðan á boðhlaupi. Keppendur frá UMSS stóðu sig vel á mótinu og unnu til margra verðlauna. Hér fyrir neðan má sjá nöfn þeirra sem unnu til verðlauna.
Hnokkar 9 ára og yngri
·          Óskar Aron Stefánsson – Brons í 600m og langstökki
·          Indriði Þórarinsson – Silfur í boltakasti
 Hnokkar 10-11 ára
·          Dalmar Snær Marinósson – Silfur í langstökki, Brons í 600m, spjótkasti og 60m
12 - 13 ára strákar
·          Vésteinn Karl Vésteinsson – Gull í 60m, 60m grind, langstökki og spjótkasti Silfur í hástökki og kúluvarpi, brons í 400m,
·          Gunnar Freyr Þórarinsson – Gull í kúluvarpi, silfur í spjótkasti, 
·          Rúnar Ingi Stefánsson – Brons í kúluvarpi, spjótkasti
Piltar 14-15 ára
·          Haukur Ingvi Marinósson – Silfur í kúluvarpi, brons í kringlukasti
·          Hákon Ingi Stefánsson – Gull í kringlukasti, 
Sveinar 16 - 17 ára
·          Jóhann Björn Sigurbjörnsson – Gull í 100m og 200m, Silfur í hástökki og langstökki
·          Brynjólfur Birkir Þrastarson – Silfur í 1500m, Brons í 100m og 800m
·          Ísak Óli Traustason – Gull í 110m.grind, hástökki, langstökki, kúluvarpi og spjótkasti
Karlar
·          Daníel Þórarinsson – Gull í 100m, 200m, 400m, 800m , Brons í kringlukasti og langstökki 
·          Guðjón Ingimundarson – Silfur í 200m og  100m.grind
·          Halldór Örn Kristjánsson – Gull í Langstökki, Silfur í spjótkasti.
·          Stefán Indriðason – Brons  í kúluvarpi
·          Marino Ö Indriðasson – Silfur í kringlukasti
 12 - 13 ára stelpur
·          Hafdís Lind Sigurjónsdóttir – Gull í 400m, Silfur í 60m.grind og langstökki Brons í 60m
·          Vala Rún Stefánsdóttir – Gull í 60m.grind og  kúluvarpi, Silfur í spjótkasti,
Stúlkur 14-15 ára
·          Fríða Ísabel Friðriksdóttir – Gull í 80m.grind, silfur í 400m Brons í 100m, hástökki og langstökki 
·          Ragna Vigdís Vésteinsdóttir – Gull í hástökki, Brons í 80m.grind
Meyjar 16 - 17 ára
       Þorgerður Bettína Friðriksdóttir – Gull í 100m og 200m, Brons í 100m.grind og hástökki
·          Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir – Gull í 400m og 100m.grind, Silfur í hástökkiog  kringlukasti Brons í langstökki og kúluvarpi