Tryggjum öruggt íþrótta- og æskulýðsstarf í sumar

Meðfylgjandi er upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsfélaga og samtaka sem ætlað er að minna á ábyrgðina sem við berum öll saman þegar kemur að því að koma í veg fyrir ofbeldi.

Hér má sjá fréttatilkynningar á vefsíðum lögreglunnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Þar má finna gagnlega hlekki með fræðslu gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, gátlista varðandi nýráðningu starfsfólks og sjálfboðaliða ásamt leiðbeiningum varðandi öflun upplýsinga úr sakaskrá. Þar er einnig að finna hlekk á samræmda viðbragðsáætlun íþrótta- og æskulýðsstarfs.

Ætíð á að tilkynna til 112, og/eða barnaverndarþjónustu og lögreglu ef vaknar grunur um brot gegn barni.