UMF Tindastóll - Júdódeild

Arnór Freyr Fjólmundsson og Þóranna Ásdís Fjólmundsdóttir. Mynd: Einar Örn Hreinsson
Arnór Freyr Fjólmundsson og Þóranna Ásdís Fjólmundsdóttir. Mynd: Einar Örn Hreinsson

Afmælismót Júdósambands Íslands fyrir yngri flokka var haldið í húsnæði Júdófélags Reykjavíkur sl. laugardag og átti Júdódeild Tindastóls tvo fulltrúa á mótinu. Fjórir iðkendur Júdódeildar Tindastóls voru skráðir til leiks á mótinu en tveir þeirra, Þorgrímur Svavar Runólfsson og Tsvetan Tsvetanov Michevski, hættu við þátttöku vegna meiðsla.

Á heimasíðu Tindastóls segir að systkinin Arnór Freyr Fjólmundsson og Þóranna Ásdís Fjólmundsdóttir hafi keppt fyrir Júdódeild Tindastóls. Þóranna Ásdís var að keppa á sínu fyrsta JSÍ móti en á þeim er miðað við 11 ára aldurstakmark. Þar atti hún kappi við drengi sökum þess að ekki voru aðrar stúlkur sem kepptu í hennar aldurs- og þyngdarflokki. Hún stóð sig mjög vel í sínum glímum, barðist vel og endaði í þriðja sæti. Arnór Freyr er öllu reyndari og endaði hann í öðru sæti eftir mjög góða frammistöðu.

Nánar má lesa um ferðina HÉR