UMF Tindastóll - Knattspyrnudeild

Króksmót. Mynd: Feykir.is
Króksmót. Mynd: Feykir.is

Hið árlega Króksmót fer fram um helgina og hefst í fyrramálið klukkan 8:30. Aðal styrktaraðili mótsins er Fisk Seafood. Spáin fyrir helgina er hin þokkalegasta en sólin mun skína og skýin ættu að halda sér til hlés.

 Alls mæta 115 lið úr 5., 6., og 7. flokkur drengja á mótið, alls staðar að af landinu og er það svipað og verið hefur undanfarin ár en þó í stærra lagi. Um er að ræða 700 keppendur og 115 liðsstjóra og þjálfara og um 1500 foreldrar og aðstandendur og því verður aldeilis fjölgun á Sauðárkróki þessa helgi. Spilaðir verða um 500 leikir en mótinu lýkur klukkan 15:00 á sunnudaginn. Í lokinn munu allir keppendur fá verðlaunapening og liðsmynd og verða því ættu allir að vera sáttir í mótslok.

Á laugardaginn verður Jónsi í Svörtum fötum með kvöldvöku.

Heimild: Feykir.is