UMFÍ - Úthlutanir úr Fræðslu og Verkefnasjóði

Fræðslu og verkefnasjóður UMFÍ hefur þann tilgang að styrkja félags- og íþróttastarf ungmennafélagshreyfingarinnar m.a með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun, í félagsmálum og félagsstarfi. 

Rétt til styrkveitingar úr sjóðnum eiga allir félagar í ungmennafélögum sem eru virkir í starfi og hafa uppáskrift síns félags eða sambands til að afla sér aukinnar þekkingar á sínu sérsviði sem gæti nýst viðkomandi félagi, sambandi og ungmennafélagshreyfingunni í heild. Einnig eiga stjórn og nefndir UMFÍ, héraðssambönd, ungmennafélög og deildir innan þeirra rétt á að sækja um styrk úr sjóðunum.

Umsóknarfrestir eru tveir á ári, 1. apríl og 1. október.

Úthlutun fer fram sem næst 1. maí og 1. nóvember ár hvert. 

Eftirtalin aðildarfélög, auk Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS) hlutu styrk úr Fræðslu og Verkefnasjóði UMFÍ þann 10. nóvember sl.

  • Golfklúbbur Sauðárkróks - Golf fyrir alla.
  • Tindastóll frjálsíþróttadeild - Þjálfaranámskeið og fyrirlestur.
  • Tindastóll körfuknattleiksdeild  - Koma vídeó efni deildarinnar yfir á stafrænt form og tölfræði námskeið í körfubolta.
  • Tindastóll unglingaráð körfuknattleiksdeildar - Fyrirlestur fyrir iðkendur.
  • Tindastóll skíðadeild - Þjálfara- og skyndihjálpanámskeið.
  • UMSS - Fræðsludagur.