Unglingarlandsmót er fjölskyldu- og íþróttahátíð sem fram fer á hverju ári og er að þessu sinni heldur UMFÍ það með Ungmenna- og íþróttasambandi Austurlands (UÍA) og sveitarfélaginu Múlaþingi.
Á mótinu eru yfir 20 íþróttagreinar, hellingur af afþreyingu, allskonar fjör og skemmtilegheit. Þátttökugjald er aðeins 9.900 krónur. UMSS niðurgreiðir þátttökugjaldið um 4.000 kr.
Búið er að opna fyrir skráningu og er opið fyrir skráningu til og með 28. júlí.
Með miða á mótið fylgir aðgangur að keppnisgreinum fyrir einn þátttakanda á aldrinum 11 - 18 ára, aðgangur að tjaldsvæði fyrir alla fjölskylduna, alla afþreyingu, tónleika, í sund og fjör fyrir litla og stóra fætur, ömmur, afa og frænkur sem ekki eru á keppnisaldri. Aðeins þarf að greiða sérstaklega fyrir rafmagn og er það gert í gegnum skráningarkerfi mótsins. Verðmiði fyrir rafmagnið er 5.000 kr.
Hvernig skrái ég minn þátttakanda?
Við skráningu velur þú fyrst þátttökugjald á Unglingalandsmót UMFÍ eftir því hvaða íþróttahéraði þið tilheyrir á landinu. Einnig er hægt að skrá sig án héraðs / félags. Að þessu loknu velurðu greinar og á sama stað hakið þið í kaup á rafmagni.
Dagskrá Unglingalandsmótsins er fjölbreytt eins og önnur ár. Alla helgina verður keppt í fjölmörgum íþróttagreinum ásamt því að þátttakendur fá tækifæri til að prófa og kynnast nýjum greinum. Auk þess er spennandi skemmti- og afþreyingardagskrá á hverjum degi. Og á kvöldin verða tónleikar og fjör fyrir alla fjölskylduna.
Íþróttagreinarnar sem eru í boði;
Borðtennis – fimleikar – frisbígolf – frjálsar íþróttir – glíma – golf – grasblak – grashandbolti – hestaíþróttir – hjólreiðar – knattspyrna – krakkahreysti –kökuskreytingar – körfubolti – motocross – pílukast – rafíþróttir – skák – stafsetning – sund og upplestur.
Dagskrá mótsins er afar fjölbreytt:
Skoða dagskrá mótsins
Alla helgina verður keppt í fjölmörgum íþróttagreinum ásamt því að þátttakendur fá tækifæri til að prófa og kynnast nýjum greinum. Auk þess er spennandi skemmti- og afþreyingardagskrá á hverjum degi og ekki má gleyma að á kvöldin verða tónleikar og fjör fyrir alla fjölskylduna.
Tónleikar og skemmtun í út um allan bæ.
Allir tónleikar helgarinnar fara fram í Bragganum sem er við tjaldsvæði mótsins. Á föstudagskvöldinu verður þó undantekning þegar þær Ína Berglind og Jóna Þyrí syngja við setningu mótsins á Vilhjálmsvelli kl. 20:00. Eftir setningu mótsins verður í boði fjölskyldufjör á nokkrum stöðum á Egilsstöðum; Sundlaugarpartý, Körfuboltapartý (við Egilsstaðaskóla), Blindrabolti á gervigrasvell, Tónlist og Frísbígolf í Tjarnagarði, Ringó og Frjálsar við Vilhjálmsvöll og Dans og Diskó í Félagsmiðstöðinni.
Tónlistardagskrá helgarinnar;
Bragginn - Fimmtudagurinn 31.júlí; DJ Hilmir Dagur Ólafsson og DJ Sigríður Svandís Hafþórsdóttir.
Vilhjálmsvöllur - Föstudagurinn 1. ágúst; Ína Berglind Guðmundsdóttir og Jóna Þyrí Snæbjörnsdóttir.
Bragginn -Laugardagurinn 2.ágúst; DJ Ragga Hólm, Stebbi Jak og Hafþór ásamt Júlí Heiðari og Dísu.
Bragginn – Sunnudagurinn 3.ágúst; Magni Ásgeirsson, DJ Ernir Daði og VÆB.