Á Unglingalandsmótinu á Selfossi verður keppt í sundi, frjálsum og boccia fyrir fatlaða einstaklinga.  Hér fyrir neðan eru upplýsingar um fyrirkomulagið
Staðsetning: 
 Föstudagur Selfossvöllur  Frjálsíþróttir 
 Laugardagur Hátíðarsalur FSU Boccia 
 Sunnudagur Sundhöll Selfoss Sund  
Keppnisflokkar: 
 11 – 12 ára 
 13 – 15 ára 
 16 – 18 ára
Í sundi og frjálsíþróttum þroskaheftra verður aldurflokkun sú sama og hjá ófötluðum. Hreyfihamlaðir keppa í mismunandi flokkum en það verður skipulagt ef einhverjir slíkir skrá sig. 
 Reiknað er með að starfsmenn á velli og í sundlaug sjái um keppni fatlaðra um leið og hinna en fólk sem þekkir til íþrótta fatlaðra verður einnig á stöðunum. 
Keppnisgreinar: 
 Sund 
 Greinar: 50m skriðsund, 50m bringusund, 50m baksund. Ef sundleikar verða fyrir 10 ára og yngri taka fatlaðir þátt í því. Þar verður 25m frjáls aðferð og leyft verður að nota hjálpartæki og jafnvel hafa þjálfara ofan í lauginni til að synda með.
Frjálsar íþróttir 
 Greinar: 60m hlaup, langstökk, kúluvarp. Ef sérstakir leikar verða fyrir 10 ára og yngri taka fatlaðir þátt í því.
Sundið og frjálsíþróttirnar verða samhliða keppni ófatlaðra eins og verið hefur á Landsmóti fullorðinna.
Boccia 
 Keppt verður á einum velli en öðrum bætt við ef þörf er á og þetta verður einstaklingskepp