Unglingalandsmót UMFÍ

UMSS vill gjarnan fjölga þátttakendum frá félagi sínu á Unglingalandsmóti UMFÍ sem haldið verður í Þorlákshöfn um Verslunarmannahelgina.

Það vita það allir sem hafa farið á Unglingalandsmót að því fylgir lífsreynsla og gleði sem gleymist ekki. Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátið sem haldin er árlega um verslunarmannahelgina. Árið 2018 verður mótið haldið í Þorlákshöfn.

Á Unglingalandsmótinu er uppá fjölda keppnisgreina fyrir 11-18 ára börn og ungmenni. Þess utan er fjölmargt í boði fyrir bæði börn og fullorðna og allt frá morgni til kvölds. Á dagskránni eru helstu greinar, knattspyrna, körfubolti og frjálsar. En margar nýjungar eru líka kynntar til leiks í Þorlákshöfn. Á meðal nýrra greina nú er keppni í dorgveiði og sandkastalagerð. Keppni í kökuskreytingum er líka á dagskránni.

Þétt dagskrá er alla mótsdagana og skemmtun á kvöldin þar sem margt af þekktasta tónlistarfólki landsins kemur fram. Þegar hafa boðað komu sína Jói Pé og Króli, Herra Hnetusmjör og Flóni, Jón Jónsson og hljómsveitin Between Mountains, Young Karin, Míó Tríó, DJ Dóra Júlía og fleiri.

Þátttökugjaldið er 7.000 kr. og geta allir sem vilja skráð sig til leiks (11-18 ára), UMSS niðurgreiðir helminginn af skráningargjaldinu fyrir iðkendur með lögheimili í Skagafirði.

Skráning fer fram á heimasíðu mótsins og þar fást ennfremur frekari upplýsingar um mótið: https://www.ulm.is/ ekki að gleyma að velja Ungmennafélagið Skagafjörður svo að mótframlagið frá félaginu komi sjálfkrafa inn.