Unglingalandsmót UMFÍ 2020 - FRESTAÐ UM ÁR

Ung­linga­lands­móti UMFÍ hef­ur verið frestað um ár en fyr­ir­hugað var að halda mótið á Sel­fossi um versl­un­ar­manna­helg­ina í byrj­un ág­úst.

Síðustu ár hafa um tíu þúsund móts­gest­ir, þátt­tak­end­ur á 11-18 ára aldri og aðstand­end­ur þeirra mætt á Unglingalandsmót.

Skráning á mótið hófst 1. júlí, búið er að loka fyrir skráningar og endurgreiða þeim sem búið var að skrá á mótið. 

UMFÍ í sam­ráði við al­manna­varn­ir og sótt­varn­ar­lækni tók þá ákvörðun um að fresta mót­inu, enda yrði erfitt að tryggja ör­yggi gesta á svo fjöl­menn­um viðburði.

Þetta þýðir að Unglingarlandsmót UMFÍ sem átti að halda á Sauðárkróki / Skagafirði verslunarmannahelgina 2021 færist aftur um ár eða til 2022.