Unglingalandsmót UMFÍ 2022

Búið er að opna fyrir skráningar á Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður á Selfossi  daganna 29.-31. júlí.

Ungmennasamband Skagafjarðar niðurgreiðir skráningargjaldið um helming.

Farið er inn á Sportabler | Vefverslun til að greiða skráningargjöld, eftir að gjaldið hefur verið greitt þá er keppandinn skráður í greinar.

Lokað verður fyrir skráningar á miðnætti 25. júlí. 

Þátttakendur greiða eitt þátttökugjald, 8.500 kr. (keppendur UMSS 4.250 kr.) óháð því hvað þeir taka þátt í mörgum keppnisgreinum.

Gjaldið þarf að greiða rafrænt við skráningu á mótið. Aðeins er greitt fyrir þátttakendur 11 – 18 ára. Frítt er fyrir systkini og foreldra. 

Eftir að skráningarfresti lýkur er ekki hægt að skrá sig rafrænt né tryggja þátttöku í öllum greinum. Hins vegar munum við gera okkar besta til að allir geti tekið þátt. Þátttökugjald hækkar þá í 9.900 kr. og sú skráning er eingöngu gerð af starfsfólki UMFI. Þá þarf að senda póst á umfi@umfi.is.

Við hvetjum þátttakendur til þess að skrá sig tímanlega. Fjöldatakmarkanir eru í nokkrum keppnisgreinum og því gildir reglan, fyrstur kemur, fyrstur fær.

Fjöldi listafólks kemur fram í tónlistartjaldi mótsins sem staðsett verður á tjaldsvæðinu.

Listafólkið er: Birnir, Bríet, Dj Dóra Júlía, Friðrik Dór, Hr. Hnetusmjör, Jón Arnór og Baldur, Jón Jónsson, Sigga Ósk og Stuðlabandið.