Unglingalandsmót UMFÍ 2022

Skráning á Unglingalandsmót UMFÍ er í tveimur liðum. Fyrst er greitt þátttökugjald eftir því hvaða íþróttahéraði þátttakandi tilheyrir. Einnig er hægt að skrá sig án íþróttahéraðs/félags. Athugið að sum íþróttahéruð/félög niðurgreiða þátttökugjald að hluta eða öllu leyti fyrir þátttakendur á sínu svæði.

Smelltu HÉR til þess að greiða þátttökugjald. 

Þegar búið er að greiða þátttökugjaldið er gengið frá skráningu í einstakar greinar með því að smella HÉR.

Ef þú lendir í vandræðum er velkomið að senda tölvupóst á netfangið umfi@umfi.is eða hringja í þjónustumiðstöð UMFÍ í síma 568 2929.

Eftir að skráningarfresti lýkur er ekki hægt að skrá sig rafrænt né tryggja þátttöku í öllum greinum. Hins vegar mun UMFÍ gera þeirra besta til að allir geti tekið þátt. Þátttökugjald hækkar í 9.900 kr. og sú skráning er eingöngu gerð af starfsfólki UMFI. Sendið póst á umfi@umfi.is.

Við hvetjum þátttakendur til þess að skrá sig tímanlega. Fjöldatakmarkanir eru í nokkrum keppnisgreinum og því gildir reglan, fyrstur kemur, fyrstur fær.