Unglingalandsmót UMFÍ 2022

Setning ULM 2022
Setning ULM 2022

Nú er Unglingalandsmót UMFÍ lokið árið 2022 og var árangur krakkanna frábær. 24 krakkar mættu á mótið með fylgdarliði.

10 krakkar kepptu í frjálsum íþróttum og unnust 9 einstaklings gullverðlaun, 6 silfur og 5 brons.

Einnig unnust 3 gullverðlaun í blönduðum boðsveitum; strákar 11 ára, stelpur 13 ára og strákar 18 ára.

Ísak Hrafn Jóhannsson setti mótsmet í 600 m hlaupi 11 ára stráka.

Körfubolti; við áttum lið í 13-14 ára aldurshóp stráka sem unnu brons, blandað lið í 13-14 ára stúlkna sem unnu silfrið og 11-12 ára sem stóðu upp sem sigurvegarar síns aldurhóps.

Keppendur UMSS unnu gull og silfur í bogfimi lokuðum flokki 15-18 ára og silfur í 11-14 ára. Í opnum flokki unnust gull og brons í flokki 15-18 ára

Keppandi frá UMSS lenti í 3 sæti í Pílukasti.

Nú fer í gang undirbúningur fyrir Unglingalandsmót UMFÍ 2023 sem fer fram í Skagafirði 4.-6. ágúst. Takið helgina frá því við lofum að hér verður íþróttaveisla og fjör fyrir alla fjölskylduna.