Unglingalandsmót UMFÍ - Höfn á Hornafirði

Frábært 22. Unglingalandsmót (ULM) Ungmennasambands Íslands (UMFÍ) fór fram á Höfn í Hornafirði daganna 2.- 4. ágúst sl.

Um langa leið var að fara í ár og sýndi það sig á skráningum á mótið, en einungis tólf keppendur tóku þátt fyrir hönd Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS) þetta árið, en aldrei hafa eins fáir keppendur tekið þátt frá UMSS á Unglingalandsmóti.

Þar sem við vorum fá, þá fóru keppendur, systkini og foreldrar hópsins öll saman inn á völlinn þegar skrúðganga sambandanna var á setningarathöfn mótsins. 

Á setningarathöfn mótsins var einnig tilkynnt að UMSS hafi verið úthlutað ULM árið 2021. Þannig nú er bara að spýta í lófanna og fara að huga að undirbúningi, en aðeins tvö ár eru til stefnu.

Þótt að keppendur UMSS hafi verið fáir í ár, þá unnust fjórir Unglingalandsmóts titlar, í fimm skipti lentu þau í 2. sæti, fimm sinnum í 3. sæti og þrisvar voru þau í fjórða sæti.  Krakkarnir og foreldrar voru mjög ánægð með mótið.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá úrslit í sumum greinunum sem þau tóku þátt í.

Bogfimi;

Lokaður flokkur 15-18 ára

1.sæti, Indriði Ægir Þórarinsson

2. sæti, Óskar Aron Stefánsson

Opin flokkur 15-18 ára

3. sæti, Kristján Juris M. Guðmundsson

Frisbígolf;

15-18 ára stúlkur

2. sæti, Ólína Snjólaug M Guðmundsdóttir

15-18 ára drengir

4.sæti, Óskar Aron Stefánsson

8. sæti, Kristján Juris M. Guðmundsson

Frjálsar;

Indriði Ægir Þórarinsson, 15 ára

1.sæti í spjótkasti (PB) og 5. sæti í kúluvarpi (PB)

Magnea Ósk Indriðadóttir, 12 ára

3. sæti í 60 m hlaupi (PB)

Óskar Aron Stefánsson, 15 ára

3. sæti í hástökki og spjótkasti, 5. sæti í 100 m hlaupi (PB) og þrístökki, 6. sæti í kúluvarpi (PB) og langstökki.

Andrea Maya Chirikadzi, 16 ára

4. sæti í kúluvarpi og spjótkasti

Isabelle Lydia Chirikadzi, 13 ára

7. sæti í hástökki og í kúluvarpi

Kristján Juris M. Guðmundsson, 15 ára

7. sæti í 100 metra hlaupi

Ólína Snjólaug M. Guðmundsdóttir, 15 ára

7. sæti í 100 m hlaupi

Bríet Bergdís Stefánsdóttir, 11 ára

Tók þátt í eftirtöldum greinum; 60 m hlaup, langstökk (PB), kúluvarpi og spjótkasti

Glíma;

11-12 ára stúlkur

5.-7. sæti, Bríet Bergdís Stefánsdóttir

15-18 ára drengir

3. sæti, Óskar Aron Stefánsson

Knattspyrna;

11-12 ára drengir

1.sæti, Axel Arnarson, Naglarnir – blandað lið

11-12 ára stúlkur

6. sæti, Magnea Ósk Indriðadóttir, Avacado – blandað lið

13-14 ára stúlkur

2. sæti, Klara Sólveig Björgvinsdóttir, Piknik – blandað lið

Kökuskreytingar;

11-14 ára liðakeppni

2. sæti Atli Steinn Stefánsson og Katla Borg Stefánsdóttir

Körfubolti;

11-12 ára drengir

1.sæti, Axel Arnarson, Naglarnir – blandað lið

13-14 ára drengir

2.sæti   Atli Steinn Stefánsson, Skósveinar – blandað lið

13-14 ára stúlkur

6. sæti Isabelle Lydia Chirikadzi, Humarnir og Tindastóll – blandað lið

6.sæti Klara Sólveig Björgvinsdóttir, Humarnir og Tindastóll – blandað lið

Strandblak;

15-16 ára drengir

Einhyrningarnir – Indriði Ægir Þórarinsson, Kristján Juris M. Guðmundsson, Ólína Snjólaug M. Guðmundsdóttir og Óskar Aron Stefánsson

Strandhandbolti,

15-18 ára drengir

Uppþvottalögur – blandað lið, Indriði Ægir Þórarinsson, Kristján Juris M. Guðmundsson, Ólína Snjólaug M. Guðmundsdóttir og Óskar Aron Stefánsson.

Þetta eru skemmtileg mót, og er þetta sjötta mótið sem framkvæmdastjóri UMSS hefur sótt með sínum börnum, sem þykir víst ekki mikið. En fjöldi foreldra, ásamt ömmum og öfum fjölmenna á ULM árlega.

Sjáumst á Selfossi verslunarmannahelgina 2020.

Áfram UMSS!!!