Vanda Sigurgeirsdóttir kjörin formaður KSÍ

Skagfirðingurinn Vanda Sigurgeirsdóttir var kosin nýr formaður KSÍ á aukaþingi sambandsins. Á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands segir að Vanda sé fyrsta konan sem er kosin formaður KSÍ og verður hún fyrst kvenna til þess að taka við embætti formanns í aðildarsambandi UEFA. Hún verður tíundi formaður KSÍ og tekur við af Guðna Bergssyni sem sagði nýverið af sér.

Ný stjórn var sömuleiðis kjörin á fundinum en eins og flestir vita sagði fyrri stjórn af sér. Ný stjórn starfar fram að 76. ársþingi KSÍ sem fer fram í febrúar 2022. Hér að neðan má sjá nafnalista nýrrar stjórnar. Nýja stjórn skipa: Ásgrímur Helgi Einarsson, Borghildur Sigurðardóttir, Guðlaug Helga Sigurðardóttir, Helga Helgadóttir, Ingi Sigurðsson, Kolbeinn Kristinsson, Ólafur Hlynur Steingrímsson, Ómar Bragi Stefánsson, Magnús Björn Ásgrímsson, Margrét Ákadóttir, Sigfús Ásgeir Kárason, Unnar Stefán Sigurðsson, Trausti Hjaltason, Valgeir Sigurðsson, Vanda Sigurgeirsdóttir og Þóroddur Hjaltalín.

Auk Vöndu þá situr Ómar Bragi Stefánsson í stjórn KSÍ sem einn fjögurra landshlutafulltrúa og situr fyrir hönd Norðurlands.