Viggó Jónsson sæmdur Gullmerki ÍSÍ

Á 99. Ársþingi UMSS haldið þann 19. mars sl. sæmdi ÍSÍ Viggó Jónssyni Gullmerki ÍSÍ, en Viggó hefur unnið afar mikið og fórnfúst starf í tengslum við íþróttir í héraði til fjölda ára. Ingi Þór Ágústsson, úr framkvæmdastjórn ÍSÍ, afhenti Viggó viðurkenninguna.

UMSS óskar Viggó Jónssyni til hamingju með viðurkenninguna.