Meistaramót Íslands 15 - 22 ára í frjálsum íþróttum

Meistaramót Íslands 15-22 ára fer fram næstu helgi á Selfossvelli. Mótið hefst klukkan 10 báða dagana. 212 keppendur frá 25 félögum víðs vegar um landið eru skráðir til keppni. Keppendur frá UMSS eru fimm í ár þau, Andrea Maya Chirikadzi, Ragna Vigdís Vésteinsdóttir, Rúnar Ingi Stefánsson, Stefanía Hermannsdóttir og Sveinbjörn Óli Svavarsson.

Hér má finna keppendalista, tímaseðil og úrslit.