Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki 3.-6. ágúst

Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð. Fyrsta mótið var haldið á Dalvík árið 1993. Frá árinu 2002 hefur mótið verið haldið árlega, en því var frestað 2020 og 2021 vegna Covid.

Mótið 2023 verður það 24. í röðinni og verður haldið á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina.

Mótið hefst fimmtudaginn 3. ágúst og því líkur sunnudaginn 6. ágúst.

Unglingalandsmót hafa verið haldin á Sauðárkróki árin 2004, 2009 og 2014.

Ungmennasamband Skagafjarðar er mótshaldari mótsins en sveitarfélagið Skagafjörður kemur einnig að mótahaldinu. 

Mótið er fyrir alla 11-18 ára. Allir geta tekið þátt á sínum forsendum og valið sér keppnisgreinar, eina, tvær, þrjár eða fleiri.

Við hvetjum líka til þess að prófa nokkrar greinar sem í boði verða.

Sjáumst í Skagafirði!