Fréttir

Íþróttamaður ársins

Hátíðarsamkoman Íþróttamaður ársins 2023 fer fram á morgun, 27.desember í Ljósheimum kl. 20:00.
Lesa meira

Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ

Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ úthlutaði á dögunum rétt tæpum 14 milljónum króna í styrki til 88 verkefna. Alls bárust 111 umsóknir til sjóðsins. Þetta var seinni úthlutun ársins 2023.
Lesa meira

Íþróttamaður ársins

Í ár eru fimm íþróttamenn tilnefndir til Íþróttamanns ársins 2023. Það eru þau; Anna Karen Hjartardóttir kylfingur í Golfklúbbi Skagafjarðar, Daníel Gunnarsson hestamaður í Hestamannafélaginu Skagfirðing, Ísak Óli Traustason, frjálsíþróttamaður í UMF Tindastól, Murielle Tieran knattspyrnumaður í UMF Tindastól og Sigtryggur Arnar Björnsson körfuknattleiksmaður í UMF Tindastól.
Lesa meira

Umsóknarfrestur Ferðasjóðs íþróttafélaga

Minnt er á að skilafrestur umsókna í Ferðasjóð íþróttafélaga, um styrk vegna keppnisferða innanlands á árinu 2023, rennur út á miðnætti mánudaginn 8. janúar 2024.
Lesa meira

Átta nýjar starfsstöðvar til eflingar íþróttastarfs

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og Jóhann Steinar Ingimundarson formaður UMFÍ undirrituðu í dag samning um átta nýjar starfsstöðvar til eflingar íþróttastarfs á landsvísu. Samningurinn markar tímamót fyrir íþróttir á Íslandi en á grundvelli hans mun íþróttahreyfingin koma á fót átta svæðisskrifstofum með stuðningi stjórnvalda. Svæðisskrifstofurnar munu þjónusta öll 25 íþróttahéruð landsins og ná til tæplega 500 íþrótta- og ungmennafélaga um allt land og allra iðkenda á öllum aldri.
Lesa meira

Dagur sjálfboðaliðans

Dagur sjálfboðaliðans er í dag, þann 5. desember. UMSS þakkar öllum þeim einstaklingum sem hafa unnið sjálfboðaliðastörf fyrir UMSS og aðildarfélögin.
Lesa meira

Formannafundur ÍSÍ 2023

Árlegur Formannafundur ÍSÍ var haldinn föstudaginn 24. nóvember í nýjum húsakynnum íþróttafélagsins Fram í Úlfarsárdal. Mæting var nokkuð góð en um 100 formenn og framkvæmdastjórar sambandsaðila ÍSÍ mættu ásamt stjórn og starfsfólki ÍSÍ. Fundarstjórn var í höndum Þóreyjar Eddu Elísdóttur, 1. varaforseta ÍSÍ og fundarritari var Jón Reynir Reynisson, starfsmaður ÍSÍ.
Lesa meira

Fræðsludagur UMSS 2023

Fræðsludagur UMSS 2023 verður haldinn í Ljósheimum 16. nóvember og hefst hann kl. 17:30.
Lesa meira

Verndum þau

Æskulýðsvettvangurinn hefur frá árinu 2010 staðið fyrir námskeiðinu Verndum þau. Námskeiðið er byggt á efni samnefndrar bókar og fjallar um hvernig bregðast á við grun um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum og ungmennum. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem starfa með börnum og ungmennum og öðrum áhugasömum.
Lesa meira

Samstaða um eflingu íþróttastarfs á landsvísu

Stefnt er að því að setja á laggirnar átta starfsstöðvar á landsvísu sem munu þjónusta öll 25 íþróttahéruð landsins. Horft er til samlegðaráhrifa við svæðisskipt verkefni ríkis og sveitarfélaga, s.s. skólaþjónustu, farsæld barna og æskulýðsstarfi.
Lesa meira