Fréttir

Íþróttamaður ársins 2023

Í gær fór fram okkar árlega hátíðarsamkoma Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS) og sveitarfélags Skagafjörður þar sem tilkynnt var hver hlaut kosningu íþróttamanns ársins, lið ársins og þjálfara ársins. Íþróttamaður ársins 2023 körfuknattleiksmaðurinn Sigtryggur Arnar Björnsson.
Lesa meira

Íþróttamaður ársins

Hátíðarsamkoman Íþróttamaður ársins 2023 fer fram á morgun, 27.desember í Ljósheimum kl. 20:00.
Lesa meira

Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ

Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ úthlutaði á dögunum rétt tæpum 14 milljónum króna í styrki til 88 verkefna. Alls bárust 111 umsóknir til sjóðsins. Þetta var seinni úthlutun ársins 2023.
Lesa meira

Íþróttamaður ársins

Í ár eru fimm íþróttamenn tilnefndir til Íþróttamanns ársins 2023. Það eru þau; Anna Karen Hjartardóttir kylfingur í Golfklúbbi Skagafjarðar, Daníel Gunnarsson hestamaður í Hestamannafélaginu Skagfirðing, Ísak Óli Traustason, frjálsíþróttamaður í UMF Tindastól, Murielle Tieran knattspyrnumaður í UMF Tindastól og Sigtryggur Arnar Björnsson körfuknattleiksmaður í UMF Tindastól.
Lesa meira

Umsóknarfrestur Ferðasjóðs íþróttafélaga

Minnt er á að skilafrestur umsókna í Ferðasjóð íþróttafélaga, um styrk vegna keppnisferða innanlands á árinu 2023, rennur út á miðnætti mánudaginn 8. janúar 2024.
Lesa meira

Átta nýjar starfsstöðvar til eflingar íþróttastarfs

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og Jóhann Steinar Ingimundarson formaður UMFÍ undirrituðu í dag samning um átta nýjar starfsstöðvar til eflingar íþróttastarfs á landsvísu. Samningurinn markar tímamót fyrir íþróttir á Íslandi en á grundvelli hans mun íþróttahreyfingin koma á fót átta svæðisskrifstofum með stuðningi stjórnvalda. Svæðisskrifstofurnar munu þjónusta öll 25 íþróttahéruð landsins og ná til tæplega 500 íþrótta- og ungmennafélaga um allt land og allra iðkenda á öllum aldri.
Lesa meira

Dagur sjálfboðaliðans

Dagur sjálfboðaliðans er í dag, þann 5. desember. UMSS þakkar öllum þeim einstaklingum sem hafa unnið sjálfboðaliðastörf fyrir UMSS og aðildarfélögin.
Lesa meira

Formannafundur ÍSÍ 2023

Árlegur Formannafundur ÍSÍ var haldinn föstudaginn 24. nóvember í nýjum húsakynnum íþróttafélagsins Fram í Úlfarsárdal. Mæting var nokkuð góð en um 100 formenn og framkvæmdastjórar sambandsaðila ÍSÍ mættu ásamt stjórn og starfsfólki ÍSÍ. Fundarstjórn var í höndum Þóreyjar Eddu Elísdóttur, 1. varaforseta ÍSÍ og fundarritari var Jón Reynir Reynisson, starfsmaður ÍSÍ.
Lesa meira

Fræðsludagur UMSS 2023

Fræðsludagur UMSS 2023 verður haldinn í Ljósheimum 16. nóvember og hefst hann kl. 17:30.
Lesa meira

Verndum þau

Æskulýðsvettvangurinn hefur frá árinu 2010 staðið fyrir námskeiðinu Verndum þau. Námskeiðið er byggt á efni samnefndrar bókar og fjallar um hvernig bregðast á við grun um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum og ungmennum. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem starfa með börnum og ungmennum og öðrum áhugasömum.
Lesa meira