Fréttir

Bjartur Lífstíll

Þann 16. maí fer fram ráðstefna á vegum Bjarts lífsstíls, unnin í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og heilsueflandi samfélag (HSAM). Dagskráin er sniðin fyrir skipuleggjendur og þjálfara sem sjá um hreyfiúrræði fyrir 60+ og áhugasama aðila um málefnið.
Lesa meira

103. Ársþing UMSS

“Þjónusta við aðra er leigan sem við borgum fyrir herbergið hér á jörðu sagði Muhamed Ali. Ungmennahreyfingin er farvegur fyrir okkur til að borga þessa leigu. Við sem störfum í ungmenna- og íþróttahreyfingunni höfum kannski ekki spurt okkur af hverju við erum að standa í þessu sjálfboðaliðastarfi sem of oft er vanþakklátt og stundum fjandsamt. Í mínu tilfelli er þetta leiðin til að greiða þessa leigu til samfélagsins á þann hátt þar sem ég tel mestan árangur verða af mínu sjálfboðastarfi“ sagði Gunnar Þór Gestsson formaður UMSS þegar hann ávarpaði kjörfulltrúa og gesti þegar hann setti 103. Ársþing UMSS í Ljósheimum í gær.
Lesa meira

103. ársþing UMSS

103. ársþing UMSS verður haldið þriðjudaginn 21. mars kl. 17:30 í Ljósheimum, Skagafirði.
Lesa meira

103. ársþing UMSS

103. ársþing UMSS verður haldið þann 21. mars nk. í Ljósheimum, Skagafirði.
Lesa meira

Miðasala á ÓL í París 2024 - Áríðandi upplýsingar!

Ólympíuleikarnir í París 2024 verða í seilingarfjarlægð fyrir Íslendinga og gefst því frábært tækifæri fyrir áhugasama að sækja viðburði á Ólympíuleikum. Ólympíuleikar eru alltaf stórkostleg íþróttaveisla og allir viðburðir á leikunum eru spennandi. Keppnissvæðin í París eru mörg hver staðsett við frægustu kennileiti borgarinnar og gera má ráð fyrir góðri stemningu og gríðarlega spennandi íþróttaviðburðum.
Lesa meira

Ráðstefnaan "Íþróttir 2023"

Ráðstefnan „ÍÞRÓTTIR 2023” verður haldin 1.- 2. febrúar í Háskólanum í Reykjavík.
Lesa meira

Samstarfssamningur um stefnumörkun og uppbyggingu afreksíþróttastarfs á Íslandi

Mennta- og barnamálaráðuneytið og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands skrifuðu í dag undir samstarfssamning um stefnumörkun og uppbyggingu afreksíþróttastarfs á Íslandi.
Lesa meira

Ánægjuvogin og kostir íþrótta

Ánægjuvogin byggir á spurningalistum sem Rannsóknir og greining leggur fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla um allt land. Sá hluti spurningalistanna sem snýr að íþróttum og skipulögðu æskulýðsstarfi er í samstarfi við ÍSÍ og UMFÍ. Niðurstöðurnar hafa frá 2012 verið nýttar til að fylgjast með þróun og ánægju íþrótta og íþróttaiðkunar 13-15 ára ungmenna.
Lesa meira

Skráning í Lífshlaupið er hafin!

Skráning er hafin í Lífshlaupið 2023 - landskeppni í hreyfingu sem verður ræst í sextánda sinn miðvikudaginn 1. febrúar nk. Verkefnið er heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ, sem höfðar til allra aldurshópa. Það er tilvalið að nýta Lífshlaupið til þess að koma sér í góða hreyfirútínu á nýju ári!
Lesa meira

Öflug og samræmd íþróttahéruð

Lengi hefur verið rætt um nauðsyn þess að endurskoða málefni íþróttahéraða með það fyrir augum að styrkja íþróttafélögin og starfið um allt land. Ýmsar sviðsmyndir hafa verið settar fram. En hvernig er hljóðið innan íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar?
Lesa meira