Fréttir

Vilt þú taka þátt í að efla íþróttastarf?

ÍSÍ og UMFÍ leita að sextán hæfileikaríkum og metnaðarfullum einstaklingum með brennandi áhuga á íþróttastarfi á Íslandi til að taka þátt í að byggja upp öflugt starf íþróttahéraða á öllu landinu.
Lesa meira

Ráðstefnan Konur og íþróttir: forysta og framtíð

Ráðstefnan Konur og íþróttir: forysta og framtíð verður haldin í dag, í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna.
Lesa meira

Strandarhlaup, brennó og pönnukökubakstur á Landsmóti UMFÍ 50+

Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Vogum í sumar. Boðið verður upp á klassískar greinar, pönnukökubakstur, brennó og margt fleira.
Lesa meira

Skráning íþrótta- og ungmennafélaga á Almannaheillaskrá

Íþrótta- og ungmennafélög á landinu geta skráð sig á almannaheillaskrá og þannig nýtt frádrátt frá skattskyldum tekjum vegna gjafa og framlaga til lögaðila sem uppfylla tiltekin skilyrði og eru í almannaheillaskrá sem Skatturinn heldur.
Lesa meira

Skráning er hafin í Lífshlaupið 2024

Skráning í Lífshlaupið 2024 - landskeppni í hreyfingu, er hafin og verður hún ræst í sautjánda sinn miðvikudaginn 7. febrúar nk. Vinnustaðakeppnin stendur frá 7. - 27. febrúar en grunnskóla- og framhaldsskólakeppnin frá 7. - 20. febrúar.
Lesa meira

Þjálfaramenntun í fjarnámi hefst 5. febrúar

Vorfjarnám ÍSÍ hefst mánudaginn 5. febrúar nk og verður í boði að taka 1. og 2. stig þjálfaramenntunar ÍSÍ. Fyrsta stigið tekur átta vikur en annað stigið tekur fimm vikur.
Lesa meira

Er pláss fyrir öll í íþróttum?

Reykjavíkurleikarnir eða Reykjavík International Games (RIG) verða haldnir 25.- 29. janúar og 1. -4. febrúar nk. Ráðstefna í tengslum við leikana verður haldin í Háskólanum í Reykjavík, fimmtudaginn 25. janúar 2024 og verður þemað inngilding í íþróttum. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Er pláss fyrir öll í íþróttum?
Lesa meira

Íþróttafólk ársins 2023

Fimmtudaginn 4. janúar fer sameiginlegt hóf ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna (SÍ) þar sem ÍSÍ afhendir viðurkenningar til íþróttafólks sérsambanda ÍSÍ og kjör SÍ á Íþróttamanni ársins, Liði ársins og Þjálfara ársins verður tilkynnt. Hófið fer fram á Hótel Hilton.
Lesa meira

Íþróttamaður ársins 2023

Í gær fór fram okkar árlega hátíðarsamkoma Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS) og sveitarfélags Skagafjörður þar sem tilkynnt var hver hlaut kosningu íþróttamanns ársins, lið ársins og þjálfara ársins. Íþróttamaður ársins 2023 körfuknattleiksmaðurinn Sigtryggur Arnar Björnsson.
Lesa meira

Íþróttamaður ársins

Hátíðarsamkoman Íþróttamaður ársins 2023 fer fram á morgun, 27.desember í Ljósheimum kl. 20:00.
Lesa meira