Fréttir

Fjármálaráðstefna ÍSÍ verður 14. nóvember

Þann 14. nóvember næstkomandi heldur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fjármálaráðstefnu ÍSÍ. Ráðstefnan verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica hótel og stendur yfir á milli kl.16.00 og 18.30.
Lesa meira

Landsþing Landssambands hestamannafélaga

Landsþing Landssambands hestamannafélaga haldið dagana 25. og 26. október sl. í Borgarnesi þar sem kona, Linda Björk Gunnlaugsdóttir var kjörin formaður LH í fyrsta sinn. Á þinginu voru einnig veitt gullmerki LH. Tveir félagsmenn Skagfirðings voru meðal þeirra átta sem fengu merkið í ár en það voru þau Jónína Stefánsdóttir og Guðmundur Sveinsson.
Lesa meira

Hinsegin börn og ungmenni í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi

Mánudaginn 28. október kl.12.30-14.00 halda Samtökin '78 kynningu á fræðsluefni undir yfirskriftinni Hinsegin börn og ungmenni í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi. Kynningin verður haldin í Íþróttamiðstöðinni Engjavegi 6, í sal B og C á 3. hæð.
Lesa meira

Alþjóðlegi Göngum í skólann - dagurinn er á morgun

Þann 2. október er Alþjóðlegi Göngum í skólann - dagurinn, en sá dagur á rætur að rekja til tíunda áratugarins þegar vitundarvakning varð erlendis um göngufær samfélög, bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hefðin er að halda ávallt uppá daginn á fyrsta miðvikudegi októbermánaðar og er dagurinn haldinn hátíðlegur í meira en 40 löndum. Ganga þá þúsundir nemenda í skólum um allan heim út á götur og taka þátt í ýmsum viðburðum tengdum deginum.
Lesa meira

ALLIR MEÐ!

Allir með leikarnir er sannkölluð Íþróttaveisla í Laugardalnum fyrir börn á grunnskólaaldri. Leikarnir eru hluti af verkefninu Allir með, með það að markmiði að fjölga tækifærum fatlaðra barna til íþróttaiðkunar.
Lesa meira

FÉLAGSMÁL OG FUNDARSKÖP

FÉLAGSMÁL OG FUNDARSKÖP, hagnýtar upplýsingar um fundi, hlutverk og ábyrgð stjórnarfólks, framkoma og ræðumennska
Lesa meira

Göngum í skólann og Ólympíuhlaup ÍSÍ 2024

Göngum í skólann og Ólympíuhlaup ÍSÍ 2024 verða sett á Norðurlandi 4. og 5. september.
Lesa meira

Haustfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun

Haustfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun allra stiga hefst mánudaginn 16. september næstkomandi.
Lesa meira

Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði 2024

Ungmennaráð Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) stendur fyrir ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði dagana 20. til 22. september á Reykjum í Hrútafirði. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Ungt fólk og lýðheilsa.
Lesa meira

Íslandsmót í tímatöku og götuhjólreiðum fer fram í Skagafirði daganna 28. og 30. júní

Íslandsmótin eru haldin og skipulögð af Hjólareiðafélaginu Drangey í samstarfi við Akureyrardætur og Breiðablik.
Lesa meira