04.08.2004
Misjafnt er hve mikið helstu vefmiðlar landsins lögðu sig eftir að fá fréttir frá Unglingalandsmótinu. Inn á mbl.is er aðeins að finna eina frétt enda að þeirra mati sjálfsagt ekkert sem hefur verið að gerast um helgina góðu, þ.e. engar limlestingar, eiturlyfjamál eða annað sem helst fréttnæmt þykir.
Lesa meira
02.08.2004
Þó ekki sé um stigakeppni að ræða á Unglingalandsmótinu er gaman að telja saman sigurvegara eftir samböndum og félögum sem sendu þátttakendur til mótsins
Lesa meira
01.08.2004
Haraldur Þór Jóhannsson formaður Ungmennasambands Skagafjarðar var í gærkvöldi sæmdur gullmerki UMFÍ fyrir óeigingjörn störf í þágu hreyfingarinnar og frammúrskarandi starf við Landsmót og Unglingalandsmót UMFÍ.
Lesa meira
01.08.2004
Keppendur UMSS voru mjög áberandi á Unglingalandsmótinu. Mest var þátttaka þeirra í frjálsum og knattspyrnu og sem dæmi kepptu 14 knattspyrnulið undir merkjum UMSS. Árangurinn lét heldur ekki á sér standa og sigur vannst í mörgum greinum. Fremst meðal jafningja var hin stórefnilega frjálsíþróttakona Elva Friðjónsdóttir sem vann 4 einstaklingsgreinar.
Lesa meira
28.07.2004
Nú þegar mótið er rétt í þann mund að hefjast lítur út fyrir að keppendur UMSS á Unglingalandsmótinu verði um 220. Það er gríðarlega mikil þátttaka sem sýnir í hnotskurn þann áhuga sem á mótinu er.
Lesa meira
25.07.2004
Seinni dagur Meistaramóts Íslands var í dag og áfram héldu keppendur UMSS að hala inn nokkra sigra. Ólafur Guðmundsson sigraði þrístökk með 14,09 metra (-3,0 m/s), Sigurbjörn Árni Arngrímsson sigraði 800 metra hlaup á 1:54,25 mín og Sunna Gestsdóttir vann 200 metra hlaup á 24,43 sek (-2,5 m/s). Auk þess unnu báðar boðhlaupssveitirnar 4x400 metra boðhlaup.
Lesa meira
24.07.2004
Ekkert lát er á góðum árangri Sunnu Gestsdóttur. Í daga á fyrri degi Meistaramóts Íslands gerði hún sér lítið fyrir og bætti eigið met í 100 metra hlaupi og hljóp á 11,63 sek (meðvindur +1,9 m/sek). Auk þess sigraði hún í langstökki með stökki upp á 6,17 metra.
Lesa meira
24.07.2004
Greinilegt er þessa dagana að Sunna Gestsdóttir er í fantaformi og hefur bætt árangra sína jafnt og þétt. Fyrir tímabilið var stefnan sett á að ná ÓL lágmarki í langstökki en með glæsilegum 100 metra hlaupum upp á síðkastið er sú grein líka inn í myndinni eða hvað?
Lesa meira
16.07.2004
Eins og fram hefur komið voru Skagfirðingar sigursælir á landsmótinu og lentu í öðru sæti í heildarstigakeppninni og unnu stigakeppnina í fimm greinum. Samtals unnu keppendur UMSS 17 gull á mótinu. Sunna Gestsdóttir var þar fremst í flokki með fimm gull, þrjú í einstaklingsgreinum og tvö í boðhlaupum
Lesa meira
12.07.2004
Í stigakeppni landsmótsins um helgina náði UMSS sínum besta árangri frá upphafi með því að lenda í öðru sæti á eftir firnasterku liði UMSK.
UMSS sigruðu í flestum greinum, urðu stigahæstir í golfi, frjálsíþróttum, knattspyrnu, siglingum og starfsíþróttum.
Lesa meira