Fréttir

Göngum um Ísland

Eitt að verkefnum UMSS hefur verið að koma fyrir gestabók á Mælifellshnjúknum. Hún var fyrst sett upp sumarið 2002 sem liður í verkefni UMFÍ "Göngum um Ísland". Farið er með bókina upp á vorin og á haustin er náð í hana og eru þeir sem labbað hafa á fjallið þátttakandur í útdráttarverðlaunakeppni UMFÍ.
Lesa meira

Samráðsfundur UMFÍ

Samráðsfundur UMFÍ verður helgina 15. - 16. mai nk. á Sauðárkróki. Fundurinn hefst á laugardegi kl. 13.00. Farið verður yfir starf sambandsaðila og UMFÍ og málefni hreyfingarinnar rædd. Fundargestir, formenn og framkvæmdastjórar héraðssambanda og félaga eru hvattir til að koma fram með sín sjónarmið og áherslur.
Lesa meira

Nýr framkvæmdastjóri UMSS

UMSS hefur ráðið Þuríði H Þorsteinsdóttur sem framkvæmdastjóra fyrir sumarið 2004. Þuríður er Fljótamaður og íþróttafræðingur að mennt og vel kunnug starfi íþróttahreyfingarinnar. Á landsmótsári eru mörg verkefni og mun framkvæmdastjóri því hafa í nógu að snúast næstu mánuðina.
Lesa meira

Æfingaferð frjálsíþróttafólks til Athens

Rúmlega 20 manna hópur frjálsíþróttafólks úr Skagafirði er núna við æfingar og keppni í Athens í Georgíu í Bandaríkjunum. Farið var frá Keflavík 2. apríl og flestir koma heim 16. apríl, en hluti hópsins verður viku lengur.
Lesa meira

Frjálsíþróttaþing þakkar Skagfirðingum

Meðal samþykkta Frjálsíþróttaþings um sl helgi var eftirfarandi ályktun: "54. þing FRÍ.... fagnar stórhug Skagfirðinga og þakkar stuðning við frjálsar íþróttir. Bygging frjálsíþróttavallar á Sauðárkróki er lyftistöng fyrir traust uppbyggingarstarf í frjálsum íþróttum í Skagafirði."
Lesa meira

Gunnar og Páll héraðsmeistarar í bridge

Gunnar Þórðarson og Páll Hjálmarsson tryggðu sér í gær héraðsmeistaratitilinn í bridge en síðustu fjórar umferðirnar voru spilaðar þá.
Lesa meira

Aðalfundur UÍ Smára

Í gærkvöldi var aðalfundur Smára haldinn á Löngumýri. Breytingar urðu í stjórn og nýr formaður Guðmundur Þór Guðmundsson tók við af Kristínu Jóhannesdóttur sem verið hefur formaður undanfarin ár.
Lesa meira

Undirbúningi fyrir landsmótin miðar ágætlega

Í herbúðum UMSS er undirbúningur fyrir landsmótin á mikilli siglingu. Landsmótsnefnd UMSS var sett á laggirnar fyrir jól og hefur haldið 3 fundi. Fulltrúar í henni eru frá öllum aðildarfélögum innan UMSS auk tveggja stjórnarmanna UMSS. Vinna nefndarinnar felst helst í því að hvetja sitt fólk til þátttöku og vinnu á báðum landsmótunum í sumar.
Lesa meira

Ársþing UMSS

Vel heppnað ársþing UMSS var haldið í Melsgili í kvöld kl 20 í boði Íþróttafélagsins Grósku. Á þinginu var Haraldur Þór Jóhannsson endurkjörinn formaður og tveir aðrir í stjórn voru kosnir Steinunn Hjartardóttir og Margrét Stefánsdóttir. Margrét kemur ný inn í stjórnina. Fyrir sitja Guðmundur Þór Guðmundsson og Hjalti Þórðarson
Lesa meira

UMSS með styrk úr verkefna- og fræðslusjóði UMFÍ

UMSS fékk í dag styrk úr verkefna- og fræðslusjóði UMFÍ. UMSS óskaði eftir styrk úr verkefnasjóði að upphæð kr. 150.000.- til að taka saman öll merki aðildarfélaga UMSS og koma þeim á tölvutækt form. Hugmyndin er að gefa úr bækling með merkjum félagana og helstu upplýsingum um þau og dreifa honum til landsmótsgesta. Samþykkt að veita 100.000 kr.
Lesa meira